Bókin fjallar um Björgu Einarsdóttur (1716-1784) sem kennd var við Látra á Látraströnd. Höfundurinn og sá sem safnað hefur efninu saman er Helgi Jónsson (1890-1969). Er þetta fróðleg bók um þessa stórmerkilegu konu. Hún var alla tíð einhleyp og fór oft á milli bæja, einkum á seinni árum sínum. Björg var stórskorin og mikil vexti og þótti karlmannsígildi til allra verka. Hún sótti sjó frá Látrum á sínum yngri árum og kvað þá gjarnan um átök hafsins. Vísur Látra-Bjargar eru margar hverjar sérkennilegar, kraftmiklar og stundum kaldhæðnar. Snúast þær oftast um daglegt líf og baráttu manna við náttúruöflin.